Innlent

Al­myrkvi á tungli snemma á föstu­dags­morgun

Kjartan Kjartansson skrifar
Tunglmyrkvi sem sást á Íslandi árið 2010.
Tunglmyrkvi sem sást á Íslandi árið 2010. Vísir/Egill

Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Skuggi jarðar byrjar að færast yfir tunglið frá Reykjavík séð klukkan 05:09. Hálft tunglið verður orðið myrkvað klukkan 05:57.

Almyrkvinn sjálfur hefst klukkan 06:26 og þremur mínútum síðar verður hann í hámarki samkvæmt vefsíðunni Iceland at Night. Honum lýkur klukkan 07:32. Alls stendur myrkvinn í rúmar sex klukkustundir en almyrkvinn í rúma klukkustund.

Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar. Þegar almyrkvi verður fer tunglið inn í dimmasta hluta skuggans sem nefndist alskuggi. Þar fær tunglið á sig rauðan blæ en liturinn stafar a ljósi frá öllum sólsetrum og upprásum á jörðinni í einu.

Kort sem sýnir hvaðan almyrkvinn á tungli sést föstudaginn 14. mars. Hann sést best frá Norður- og Suður-Ameríku og Kyrrahafi.Iceland at Night



Fleiri fréttir

Sjá meira


×