Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2025 14:33 Ein af hverjum fjórum þunguðum konum á Gasa er vannærð og eitt af hverjum fjórum börnum sömuleiðis. Erfitt hefur reynst að senda neyðaraðstoð inn á ströndina, þrátt fyrir fullyrðingar Ísraelsstjórnar um að engar hömlur séu á neyðaraðstoð. AP/Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49
Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20
Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51