Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 10:52 Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, ásamt tvíburasystrunum Rökkvu Módísi og Ronju Mardísi Þorgrímsdætrum sem færðu forsetahjónunum blómvönd við komuna til Hornafjarðar. Aðsend Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun. Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Hornafjörður sé öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls. „Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga. Forsetahjónin með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.Aðsend Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið Skinney – Þinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst fá þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust. Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er að endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Að lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið að koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón fá kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið að Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið að Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði. Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónum að Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin að Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tók á móti forsetahjónunum, en bæjarstjórn mun í heimsókninni kynna þeim mannlífið og margvíslega uppbyggingu á svæðinu. Heimsóknin stendur í dag og á morgun. Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að Hornafjörður sé öflugt og vaxandi samfélag umlukið stórbrotinni náttúru við rætur Vatnajökuls. „Forsetahjón munu dvelja á Höfn en einnig ferðast um Suðursveit og Öræfi. Á fyrri degi heimsóknar, á miðvikudag, heimsækja forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði. Fyrir hádegi er Grunnskóli Hornafjarðar heimsóttur, einnig leikskólinn Sjónarhóll og loks hjúkrunarheimilið Skjólgarður. Auk þess er farin vettvangsferð um nýja hjúkrunarheimilið sem tekið verður í notkun í sumar. Forsetahjón snæða síðan hádegisverð á Ekru með félagsmönnum í Félagi eldri Hornfirðinga. Forsetahjónin með bæjarráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.Aðsend Eftir hádegi á miðvikudag kynna forsetahjón sér atvinnu- og menningarlíf á Höfn. Þau heimsækja sjávarútvegsfyrirtækið Skinney – Þinganes hf og bruggsmiðjuna Heppu við höfnina. Því næst fá þau kynningu á kraftmiklu starfi Björgunarfélags Hornafjarðar og mikilli uppbyggingu sem felst m.a. í kaupum á nýju björgunarskipi, framkvæmdum við nýja björgunarmiðstöð og smíði á öflugasta björgunarjeppa landsins sem tekinn var í notkun síðasta haust. Þaðan fara forsetahjón í hið fornfræga samkomuhús Sindrabæ sem verið er að endurnýja sem menningarmiðstöð. Þá heimsækja þau Svavarssafn, listasafn Svavars Guðnasonar og loks þekkingarsetrið Nýheima en þar er suðupottur stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Að lokinni kynningu á starfseminni þar tekur við kaffisamsæti þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið að koma og hitta forsetahjón. Kvenfélagið Vaka annast veitingar og nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu koma fram með tónlistaratriði. Um kvöldið býður bæjarstjórnin forsetahjónum til hátíðarkvöldverðar á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Á öðrum degi heimsóknarinnar er farið í dreifbýli sveitarfélagsins. Dagurinn hefst við Hoffell þar sem forsetahjón fá kynningu á uppbyggingaráformum Bláa lónsins. Þaðan er haldið í kúabúið Flatey á Mýrum auk þess sem Þórbergssetrið að Hala í Suðursveit er heimsótt. Þá liggur leið að Jökulsárlóni þar sem rætt er við landverði um starf þeirra í Vatnajökulsþjóðgarði. Íbúum á Mýrum og í Suðursveit er síðan boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónum að Hótel Jökulsárlóni. Eftir hádegi liggur leiðin að Hofgarði í Öræfum þar sem rekinn er fámennasti grunn- og leikskóli landsins. Opinberri heimsókn forsetahjóna lýkur í Hofgarði þar sem efnt til kaffisamsætis með íbúum Öræfasveitar áður en ekið er aftur suður,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira