Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Árni Sæberg skrifar 13. mars 2025 16:00 Ásthildur Lóa hefur staðið í málaferlum vegna fasteignar sinnar á Háhæð í Garðabæ um árabil. Hún ætlar að áfrýja málinu til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og Hafþórs Ólafssonar, eiginmanns hennar, vegna fyrningar. Hjónin höfðuðu málið í nóvember árið 2023 og báru fyrir sig að fulltrúinn hefði gert mistök með því að taka ekki tillit til fyrningar vaxta við úthlutunina og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna. Þær milljónir hefðu heldur runnið til Arion banka. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi þegar hún fór fram fyrir sléttum mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að hjónin hefðu búið yfir öllum nauðsynlegum upplýsingum til þess að höfða málið árið 2018 og því hefði fjögurra ára fyrningarfrestur verið liðinn árið 2022, ári áður en þau höfðuðu málið. Dómurinn tók aðrar málsástæður því ekki til greina í málinu. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Ásthildi Lóu að þau hjón muni að öllum líkindum áfrýja dómnum til Landsréttar. 55,4 milljónir árið 2007 og 55,5 milljónir árið 2019 Ein þeirra málsástæðna sem ekki komust fyrir í málinu var málsástæða lögmanns ríkisins í málinu, um að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni vegna málsins, þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þetta kom fram í málflutningi lögmanns ríkisins en er ekki talið til í yfirliti yfir helstu málsástæður stefnda í dóminum. Húsið sem um ræðir er glæsilegt parhús í Garðbæ.Vísir/Vilhelm Þess má geta að í málflutningi sínum sögðu hjónin að ástæða þess væri meðal annars vegna þess að þau hefðu leigt eignina í millitíðinni og að tekið hefði verið tillit til þess. Þar að auki sagði Sævar Þór Jónsson, lögmaður þeirra, að í málum sem þessum eftir bankahrunið hefðu fyrri eigendur oft keypt eignir aftur á lægra verði. Samkvæmt kaupsamningum sem Vísir hefur undir höndum keyptu hjónin eignina á 55,4 milljónir króna árið 2007 og aftur árið 2019 fyrir 55,5 milljónir króna. Árið 2016 var eignin auglýst til sölu um skamma hríð á 62 milljónir króna. Ásthildur Lóa sagði það sama þegar Vísir ræddi við hana að aðalmeðferð lokinni. Arion banki hefði í öllu falli ekki tapað á þeim viðskiptum. Þau hefðu einfaldlega gert upp skuld við bankann með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann, ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Í dóminum segir að Ásthildur Lóa og Hafþór hafi hætt að greiða afborganir af heimili sínu árið 2014 en þó búið í því til ársins 2017, þegar húsið var selt á uppboði, og leigt það frá því ári þangað til að þau keyptu það aftur. Málatilbúnaður óljós Í niðurstöðum dómsins segir að málatilbúnaður hjónanna hafi að nokkru leyti verið óljós hvað ýmis atriði krafna þeirra varðaði. Til að mynda hafi skort á reifun þess hvaða fjárhæðir vaxta hafi gjaldfallið á hverjum gjalddaga sig fyrir 21. og 25. nóvember 2012 og hvaða áhrif endurútreikningur lánanna kunni að hafa haft á fyrningu þeirra. Þá kynnu eftir atvikum að vera uppi álitaefni um hvort það hafi verið nægilega ljóst að vextirnir væru fyrndir, hafi þeir á annað borð verið það, til að rétt væri að meta starfsfólki sýslumannsembættisins það til sakar að hafa ekki dregið fjárhæð þeirra frá fjárhæð úthlutunar til Arion banka, af sjálfsdáðum eða á grundvelli ábendingar hjónanna. Enn fremur væri hvað varðar mat á því hvort meint tjón hjónanna væri sennileg afleiðing af hinni meintu saknæmu háttsemi meðal annars til þess að líta að hjónin hafi átt þess kost að leita réttar síns gagnvart Arion banka hvað varðar fjárhæð úthlutunarinnar, sem þau hafi og gert. Arion banki var sýknaður af öllum kröfum hjónanna fyrir Landsrétti og Hæstiréttur veitti þeim ekki áfrýjunarleyfi. Hjónin höfðu lýst því yfir að þau myndu óska eftir því að málið yrði endurupptekið. Í samningi hjónanna við Arion banka um endurkaup á húsinu árið 2019 var ákvæði þess efnis að þau féllu frá öllum kröfum á hendur bankanum. Krafan allt of seint fram komin Í dóminum segir að þessi álitaefni kæmu þó einungis til úrlausnar fyrir dómnum að því tilskildu að talið yrði að hugsanleg skaðabótakrafa hjónanna á hendur ríkinu væri ófyrnd. Krafa hjónanna væri skaðabótakrafa og samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá því þeim degi sem tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga.Samkvæmt sömu lögum væri fyrningu slitið með málsóknkröfuhafa á hendur skuldara til að fá dóm fyrir kröfunni. Niðurstaða dómsins væri sú að leggja yrði til grundvallar að hjónin hefðu í síðasta lagi 13. nóvember 2018, þegar ákvörðun Hæstaréttar, um að taka mál þeirra á hendur Arion banka fyrir, lá fyrir, mátt ætla að frumvarp sýslumanns að úthlutun söluverðs fasteignarinnar væri endanlegt og þau hafi með því verið búin að fá nauðsynlegar upplýsingar um ætlað tjón sitt og þann sem ábyrgð bæri á því eða þeim borið að afla sér slíkra upplýsinga. Krafan væri því fyrnd að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og rúmu ári áður en málið hafi verið höfðað. „Þegar af þeirri ástæðu er óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af kröfum stefnenda. Því koma aðrar málsástæður sem aðilar byggja á ekki til úrlausnar í málinu,“ segir í dómnum. Málskostnaður var látinn falla niður milli aðila málsins. Mikil vonbrigði en ekki áfall Ásthildur Lóa tjáði sig stuttlega um lyktir málsins á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hún að dómurinn hafði því miður ekki komið á óvart. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann. Ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. „Dómurinn í dag var mikil vonbrigði en hann var ekki áfall og breytir ekki lífinu til frambúðar. Það gæti margt verra gerst og núna er tíminn til að líta á björtu hliðarnar.“ Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og Hafþórs Ólafssonar, eiginmanns hennar, vegna fyrningar. Hjónin höfðuðu málið í nóvember árið 2023 og báru fyrir sig að fulltrúinn hefði gert mistök með því að taka ekki tillit til fyrningar vaxta við úthlutunina og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna. Þær milljónir hefðu heldur runnið til Arion banka. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi þegar hún fór fram fyrir sléttum mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að hjónin hefðu búið yfir öllum nauðsynlegum upplýsingum til þess að höfða málið árið 2018 og því hefði fjögurra ára fyrningarfrestur verið liðinn árið 2022, ári áður en þau höfðuðu málið. Dómurinn tók aðrar málsástæður því ekki til greina í málinu. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Ásthildi Lóu að þau hjón muni að öllum líkindum áfrýja dómnum til Landsréttar. 55,4 milljónir árið 2007 og 55,5 milljónir árið 2019 Ein þeirra málsástæðna sem ekki komust fyrir í málinu var málsástæða lögmanns ríkisins í málinu, um að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni vegna málsins, þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þetta kom fram í málflutningi lögmanns ríkisins en er ekki talið til í yfirliti yfir helstu málsástæður stefnda í dóminum. Húsið sem um ræðir er glæsilegt parhús í Garðbæ.Vísir/Vilhelm Þess má geta að í málflutningi sínum sögðu hjónin að ástæða þess væri meðal annars vegna þess að þau hefðu leigt eignina í millitíðinni og að tekið hefði verið tillit til þess. Þar að auki sagði Sævar Þór Jónsson, lögmaður þeirra, að í málum sem þessum eftir bankahrunið hefðu fyrri eigendur oft keypt eignir aftur á lægra verði. Samkvæmt kaupsamningum sem Vísir hefur undir höndum keyptu hjónin eignina á 55,4 milljónir króna árið 2007 og aftur árið 2019 fyrir 55,5 milljónir króna. Árið 2016 var eignin auglýst til sölu um skamma hríð á 62 milljónir króna. Ásthildur Lóa sagði það sama þegar Vísir ræddi við hana að aðalmeðferð lokinni. Arion banki hefði í öllu falli ekki tapað á þeim viðskiptum. Þau hefðu einfaldlega gert upp skuld við bankann með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann, ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Í dóminum segir að Ásthildur Lóa og Hafþór hafi hætt að greiða afborganir af heimili sínu árið 2014 en þó búið í því til ársins 2017, þegar húsið var selt á uppboði, og leigt það frá því ári þangað til að þau keyptu það aftur. Málatilbúnaður óljós Í niðurstöðum dómsins segir að málatilbúnaður hjónanna hafi að nokkru leyti verið óljós hvað ýmis atriði krafna þeirra varðaði. Til að mynda hafi skort á reifun þess hvaða fjárhæðir vaxta hafi gjaldfallið á hverjum gjalddaga sig fyrir 21. og 25. nóvember 2012 og hvaða áhrif endurútreikningur lánanna kunni að hafa haft á fyrningu þeirra. Þá kynnu eftir atvikum að vera uppi álitaefni um hvort það hafi verið nægilega ljóst að vextirnir væru fyrndir, hafi þeir á annað borð verið það, til að rétt væri að meta starfsfólki sýslumannsembættisins það til sakar að hafa ekki dregið fjárhæð þeirra frá fjárhæð úthlutunar til Arion banka, af sjálfsdáðum eða á grundvelli ábendingar hjónanna. Enn fremur væri hvað varðar mat á því hvort meint tjón hjónanna væri sennileg afleiðing af hinni meintu saknæmu háttsemi meðal annars til þess að líta að hjónin hafi átt þess kost að leita réttar síns gagnvart Arion banka hvað varðar fjárhæð úthlutunarinnar, sem þau hafi og gert. Arion banki var sýknaður af öllum kröfum hjónanna fyrir Landsrétti og Hæstiréttur veitti þeim ekki áfrýjunarleyfi. Hjónin höfðu lýst því yfir að þau myndu óska eftir því að málið yrði endurupptekið. Í samningi hjónanna við Arion banka um endurkaup á húsinu árið 2019 var ákvæði þess efnis að þau féllu frá öllum kröfum á hendur bankanum. Krafan allt of seint fram komin Í dóminum segir að þessi álitaefni kæmu þó einungis til úrlausnar fyrir dómnum að því tilskildu að talið yrði að hugsanleg skaðabótakrafa hjónanna á hendur ríkinu væri ófyrnd. Krafa hjónanna væri skaðabótakrafa og samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá því þeim degi sem tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga.Samkvæmt sömu lögum væri fyrningu slitið með málsóknkröfuhafa á hendur skuldara til að fá dóm fyrir kröfunni. Niðurstaða dómsins væri sú að leggja yrði til grundvallar að hjónin hefðu í síðasta lagi 13. nóvember 2018, þegar ákvörðun Hæstaréttar, um að taka mál þeirra á hendur Arion banka fyrir, lá fyrir, mátt ætla að frumvarp sýslumanns að úthlutun söluverðs fasteignarinnar væri endanlegt og þau hafi með því verið búin að fá nauðsynlegar upplýsingar um ætlað tjón sitt og þann sem ábyrgð bæri á því eða þeim borið að afla sér slíkra upplýsinga. Krafan væri því fyrnd að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og rúmu ári áður en málið hafi verið höfðað. „Þegar af þeirri ástæðu er óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af kröfum stefnenda. Því koma aðrar málsástæður sem aðilar byggja á ekki til úrlausnar í málinu,“ segir í dómnum. Málskostnaður var látinn falla niður milli aðila málsins. Mikil vonbrigði en ekki áfall Ásthildur Lóa tjáði sig stuttlega um lyktir málsins á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hún að dómurinn hafði því miður ekki komið á óvart. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann. Ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. „Dómurinn í dag var mikil vonbrigði en hann var ekki áfall og breytir ekki lífinu til frambúðar. Það gæti margt verra gerst og núna er tíminn til að líta á björtu hliðarnar.“
Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hrunið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira