Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 12. mars 2025 17:30 Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Sorg Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun