Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 17:44 Vinnningshafar kvöldsins. Frá vinstri: Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, og Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir Blaðamannaverðlaunin voru veitt fyrr í kvöld. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir þættina Vistheimilin. „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar fyrir verðlaununum. Þættina má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2+. Tilnefnd í sama flokki voru Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt og Pétur Magnússon, RÚV, Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða. Tvenn verðlaun til RÚV Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV, fyrir fréttaskýringar í Speglinum. „Freyr hefur sýnt einstaka þrautseigju í að krefja stjórnvöld um svör í ýmsum stórum fréttamálum og ítrekað nýtt upplýsingarétt almennings til að draga nýjar upplýsingar fram í dagsljósið og setja þær í samhengi. Kjarnaðist þetta einna helst í umfjöllun Freys um samskipti ráðamanna í aðdraganda þess að brottflutningi Yazan Tamimi var slegið á frest, en málið var síðasti naglinn í líkkistu ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Í sama flokki var Auður Jónsdóttir, Heimildinni, tilnefnd fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir, og Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðinu og mbl.is, fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. „Viðmælandinn lýsir því hvernig lögregla brást henni í aðdraganda árásarinnar, en maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Viðmælandi dregur ekkert undan svo úr verður sláandi frásögn, auk þess sem blaðamaður nýtir sjónvarpsmiðilinn á áhrifaríkan hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Tilnefnd í sama flokki voru Erla Hlynsdóttir, Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur fyrrverandi biskup og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrir viðtal við Davíð Viðarsson. Ein verðlaun til Heimildarinnar Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, hlutu blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar um Running Tide. Í rökstuðningi dómnefndar segir eftirfarandi: „Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum. Rætt var við fjölda vísindamanna sem gagnrýndu vinnubrögð fyrirtækisins og þá var fjöldamargra gagna aflað við rannsóknina sem vörpuðu ljósi á hvernig bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu varðandi starfsemi Running Tide. Fyrirtækið hætti starfsemi sinni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um það leyti sem umfjöllun Heimildarinnar birtist.“ Tilnefnd voru að auki Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Dómnefndina skipuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Helga Arnardóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Pálmi Jónasson. Nefndinni bárust um tvö hundruð ábendingar um mögulegar tilnefningar á vefsíðu Blaðamannafélagsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Sýn Vistheimili Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
„Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar fyrir verðlaununum. Þættina má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2+. Tilnefnd í sama flokki voru Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt og Pétur Magnússon, RÚV, Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða. Tvenn verðlaun til RÚV Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV, fyrir fréttaskýringar í Speglinum. „Freyr hefur sýnt einstaka þrautseigju í að krefja stjórnvöld um svör í ýmsum stórum fréttamálum og ítrekað nýtt upplýsingarétt almennings til að draga nýjar upplýsingar fram í dagsljósið og setja þær í samhengi. Kjarnaðist þetta einna helst í umfjöllun Freys um samskipti ráðamanna í aðdraganda þess að brottflutningi Yazan Tamimi var slegið á frest, en málið var síðasti naglinn í líkkistu ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Í sama flokki var Auður Jónsdóttir, Heimildinni, tilnefnd fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir, og Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðinu og mbl.is, fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. „Viðmælandinn lýsir því hvernig lögregla brást henni í aðdraganda árásarinnar, en maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Viðmælandi dregur ekkert undan svo úr verður sláandi frásögn, auk þess sem blaðamaður nýtir sjónvarpsmiðilinn á áhrifaríkan hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Tilnefnd í sama flokki voru Erla Hlynsdóttir, Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur fyrrverandi biskup og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrir viðtal við Davíð Viðarsson. Ein verðlaun til Heimildarinnar Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, hlutu blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar um Running Tide. Í rökstuðningi dómnefndar segir eftirfarandi: „Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum. Rætt var við fjölda vísindamanna sem gagnrýndu vinnubrögð fyrirtækisins og þá var fjöldamargra gagna aflað við rannsóknina sem vörpuðu ljósi á hvernig bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu varðandi starfsemi Running Tide. Fyrirtækið hætti starfsemi sinni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um það leyti sem umfjöllun Heimildarinnar birtist.“ Tilnefnd voru að auki Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Dómnefndina skipuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Helga Arnardóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Pálmi Jónasson. Nefndinni bárust um tvö hundruð ábendingar um mögulegar tilnefningar á vefsíðu Blaðamannafélagsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Sýn Vistheimili Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira