Innlent

Skjálfta­hrina á Reykja­nes­tá og sá stærsti 3,5

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skjálftanna varð vart í Grindavík í gær.
Skjálftanna varð vart í Grindavík í gær.

„Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær.

Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 23:25 í gærkvöldi og mældist 3,5 að stærð.

Á vef Veðurstofunnar segir að að mögulega sé um að ræða gikkskjálfta vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum, samhliða jarðhræringum þar síðustu ár.

Skjálftana í gær varð vart í Grindavík.

„Síðasta sólahringinn hafa rúmlega 400 skjálftar mælst á svæðinu, þar af rúmlega 200 frá miðnætti. Og sá stærsti eftir miðnætti kom klukkan 1:40, hann var 2,7 að stærð,“ segir Magnea.

Magnea segir ekkert annað í stöðunni en að bíða og sjá hvernig málin þróast.

„Svona hrinur geta komið i hviðum, eins og við höfum séð. Þetta byrjaði svolítið kröftuglega í gær og svo datt þetta aðeins niður um kvöldmatarleytið og tók sig svo aftur upp þarna rétt fyrir miðnætti.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×