Innlent

Pall­borðið: Um­ferðar­öryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Umferðaröryggi og samgönguinnviðir verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi klukkan 12:30.
Umferðaröryggi og samgönguinnviðir verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi klukkan 12:30. Vísir/Sara

Fjórir hafa farist í umferðarslysum á árinu, þar af þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið. Fjallað verður um umferðaröryggi og ástand samgönguinnviða á Íslandi í Pallborðinu á Vísi í dag. 

Fjallað hefur verið mikið um vegamál undanfarið en vegir hafa víða komið illa undan vetri. Hættuástandi var lýst yfir á Vesturlandi og Vestfjörðum í síðasta mánuði vegna bikblæðinga og var hámarkshraði lækkaður niður í 70 km/klst. 

Þá hafa margir tjónað ökutæki sín vegna djúpra hola í vegum, meðal annars á Hellisheiði og í Kömbum. Sveitarfélög á Austurlandi hafa þá kallað eftir aðgerðum þegar í stað vegna ástands vega þar, og nefna sem dæmi að íbúar á Stöðvarfirði komust hvergi þegar óveður gerði á Austfjörðum í byrjun árs, vegna vegs sem fór í sundur.

Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur, Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi koma í Pallborðið á Vísi, sem hefst klukkan 12:30, til að ræða þessi mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×