Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2025 11:12 Foreldrar í Bakkahverfinu í Breiðholti eru hræddir um börnin sín og hafa verið í mörg ár. Vísir/Vilhelm Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu. Hermann Austmar hefur undanfarin ár reynt að vekja athygli borgaryfirvalda á ástandi í 7. bekk í Breiðholtsskóla þar sem dóttir hans er meðal nemenda. Hann hefur lýst því að fámennur hópur drengja ráði ríkjum og önnur börn verði fyrir andlegu, líkamlegu og jafnvel kynferðislegu ofbeldi. Reykjavíkurborg er meðvituð um vandann og Hermann segist vita að ýmislegt sé rætt á bak við tjöldin. Hvað börnin varði hafi engar sýnilegar breytingar orðið; hvorki til að hjálpa börnum sem verði fyrir ofbeldi eða gerast ítrekað sek um ofbeldi. Enn ein hópárásin hafi orðið í hverfinu í gærkvöldi. „Drengur var úti að leika sér á hjólabretti og var tæklaður í jörðina, kallaður öllum illum nöfnum, laminn og sparkað í hann. Þetta er ekki fyrsta árásin sem þetta barn lendir í. Einn af drengjunum sem réðst á hann var heppinn að drepa ekki barn í 5. bekk fyrr á skólaárinu. Þessi þróun er eingöngu vegna vanrækslu Breiðholtsskóla og Barnaverndar Reykjavíkur við að taka á ofbeldisvanda hjá þessum börnum,“ segir Hermann. Um enn eitt atvikið sé að ræða í stanslausri hrinu ofbeldis og þjófnaðar þegar komi að ungum börnum í Breiðholtinu. Fjallað hefur verið um hópárásir barna og unglinga í bæði Mjóddinni og Smáralind undanfarnar vikur. „Það er einhver lukka að hingað til hafi ekkert barn verði drepið í einhverri árásinni. Börn og jafnvel foreldrar þeirra upplifa sig óörugg í Breiðholtinu vegna ungra barna í vanda sem enginn virðist ætla að aðstoða. Ætlum við sem samfélag ekki að kveikja ljósin fyrr en barn liggur í valnum hér í Breiðholti?“ spyr Hermann. „Börnin sem standa á bakvið þessa hrinu ofbeldis eru orðnir góðkunningjar lögreglunnar og það liggur við að þau séu leidd heim til sín í handjárnum í hverri viku. Þessi börn eiga rétt á því að það sé stigið fast niður í þeirra málum og þeim veitt einhver aðstoð.“ Hermann segir í samtali við Vísi hugsi yfir því að engar breytingar hafi verið gerðar í Breiholtsskóla þótt ýmsir hafi stigið fram og lofað öllu fögru. Hann viti til þess að borgarfulltrúar hafi fundað með Steini Jóhannssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í gær en hann viti ekkert hvað hafi komið út úr þeim fundi. Steinn sagði um miðjan febrúar fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi sé í Breiðholtsskóla. Hermann segir nokkra foreldra hafa hist í Breiðholtinu í gær til að ræða ástandið. Á meðan fundi stóð átti fyrrnefnd árás sér stað. „Það er mikil bakgrunnsvinnsla í gangi en það er engin niðurstaða. Það er enn þá verið að lemja börn,“ segir Hermann. Hann eigi einn níu ára son sem honum detti ekki í hug að hleypta út. „Það er verið að ráðast á börn niðri í Mjódd liggur við vikulega.“ Tvær til þrjár vikur eru síðan barn varð fyrir þjófum í Mjódd sem létu ekki af barsmíðum sínum þótt búið væri að hafa verðmæti af barninu. „Lögregla er búin að auka samfélagslöggæslu og eru mikið í hverfinu,“ segir Hermann. Eitt hafi verið handtekið í enn eitt skiptið í gær. Og skilað heim til sín. „Barnið er eiginlega rauði þráðurinn í þessu. Það kom heim í handjárnum í lögreglufylgd í gær,“ segir Hermann en viti ekki hvers vegna. „Maður veltir fyrir sér hversu oft máttu berja og stela af einhverjum áður en þér er kippt út,“ segir Hermann og veltir fyrir sér viðbrögðum Barnaverndar. Hún sé alveg týnd í þessu máli „Þetta hefur verið vandamál síðan börnin voru á leikskóla á einu tilteknu heimili. Það er eins og það sé eitthvað hik af því að fólkið er erlent,“ segir Hermann. „Við höfum séð börn tekin af íslenskum foreldrum fyrir mun minna en þetta.“ Hegðunin breytist ekkert. „Ef barnavernd er að gera eitthvað þá er það ekki að hafa nein áhrif. Það eru svo mörg ár liðin og örugglega komnar nokkur hundruð tilkynningar vegna eins barns. Og það er enn að koma heim til sín í lögreglufylgd.“ Hermann er langþreyttur á ástandinu, foreldrar tali um að vilja flytja burt úr hverfinu og velti fyrir sér af hverju það fái ekki að lifa eðlilegu lífi í þessu hverfi Reykjavíkur. Reykjavík Lögreglumál Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Hermann Austmar hefur undanfarin ár reynt að vekja athygli borgaryfirvalda á ástandi í 7. bekk í Breiðholtsskóla þar sem dóttir hans er meðal nemenda. Hann hefur lýst því að fámennur hópur drengja ráði ríkjum og önnur börn verði fyrir andlegu, líkamlegu og jafnvel kynferðislegu ofbeldi. Reykjavíkurborg er meðvituð um vandann og Hermann segist vita að ýmislegt sé rætt á bak við tjöldin. Hvað börnin varði hafi engar sýnilegar breytingar orðið; hvorki til að hjálpa börnum sem verði fyrir ofbeldi eða gerast ítrekað sek um ofbeldi. Enn ein hópárásin hafi orðið í hverfinu í gærkvöldi. „Drengur var úti að leika sér á hjólabretti og var tæklaður í jörðina, kallaður öllum illum nöfnum, laminn og sparkað í hann. Þetta er ekki fyrsta árásin sem þetta barn lendir í. Einn af drengjunum sem réðst á hann var heppinn að drepa ekki barn í 5. bekk fyrr á skólaárinu. Þessi þróun er eingöngu vegna vanrækslu Breiðholtsskóla og Barnaverndar Reykjavíkur við að taka á ofbeldisvanda hjá þessum börnum,“ segir Hermann. Um enn eitt atvikið sé að ræða í stanslausri hrinu ofbeldis og þjófnaðar þegar komi að ungum börnum í Breiðholtinu. Fjallað hefur verið um hópárásir barna og unglinga í bæði Mjóddinni og Smáralind undanfarnar vikur. „Það er einhver lukka að hingað til hafi ekkert barn verði drepið í einhverri árásinni. Börn og jafnvel foreldrar þeirra upplifa sig óörugg í Breiðholtinu vegna ungra barna í vanda sem enginn virðist ætla að aðstoða. Ætlum við sem samfélag ekki að kveikja ljósin fyrr en barn liggur í valnum hér í Breiðholti?“ spyr Hermann. „Börnin sem standa á bakvið þessa hrinu ofbeldis eru orðnir góðkunningjar lögreglunnar og það liggur við að þau séu leidd heim til sín í handjárnum í hverri viku. Þessi börn eiga rétt á því að það sé stigið fast niður í þeirra málum og þeim veitt einhver aðstoð.“ Hermann segir í samtali við Vísi hugsi yfir því að engar breytingar hafi verið gerðar í Breiholtsskóla þótt ýmsir hafi stigið fram og lofað öllu fögru. Hann viti til þess að borgarfulltrúar hafi fundað með Steini Jóhannssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í gær en hann viti ekkert hvað hafi komið út úr þeim fundi. Steinn sagði um miðjan febrúar fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi sé í Breiðholtsskóla. Hermann segir nokkra foreldra hafa hist í Breiðholtinu í gær til að ræða ástandið. Á meðan fundi stóð átti fyrrnefnd árás sér stað. „Það er mikil bakgrunnsvinnsla í gangi en það er engin niðurstaða. Það er enn þá verið að lemja börn,“ segir Hermann. Hann eigi einn níu ára son sem honum detti ekki í hug að hleypta út. „Það er verið að ráðast á börn niðri í Mjódd liggur við vikulega.“ Tvær til þrjár vikur eru síðan barn varð fyrir þjófum í Mjódd sem létu ekki af barsmíðum sínum þótt búið væri að hafa verðmæti af barninu. „Lögregla er búin að auka samfélagslöggæslu og eru mikið í hverfinu,“ segir Hermann. Eitt hafi verið handtekið í enn eitt skiptið í gær. Og skilað heim til sín. „Barnið er eiginlega rauði þráðurinn í þessu. Það kom heim í handjárnum í lögreglufylgd í gær,“ segir Hermann en viti ekki hvers vegna. „Maður veltir fyrir sér hversu oft máttu berja og stela af einhverjum áður en þér er kippt út,“ segir Hermann og veltir fyrir sér viðbrögðum Barnaverndar. Hún sé alveg týnd í þessu máli „Þetta hefur verið vandamál síðan börnin voru á leikskóla á einu tilteknu heimili. Það er eins og það sé eitthvað hik af því að fólkið er erlent,“ segir Hermann. „Við höfum séð börn tekin af íslenskum foreldrum fyrir mun minna en þetta.“ Hegðunin breytist ekkert. „Ef barnavernd er að gera eitthvað þá er það ekki að hafa nein áhrif. Það eru svo mörg ár liðin og örugglega komnar nokkur hundruð tilkynningar vegna eins barns. Og það er enn að koma heim til sín í lögreglufylgd.“ Hermann er langþreyttur á ástandinu, foreldrar tali um að vilja flytja burt úr hverfinu og velti fyrir sér af hverju það fái ekki að lifa eðlilegu lífi í þessu hverfi Reykjavíkur.
Reykjavík Lögreglumál Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira