Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 14:06 Kimberly Sullivan eftir að hún var handtekin í gær. Hún er sökuð um að hafa haldið tengdasyni sínum föngnum í rúm tuttugu ár. AP/Lögreglan í Waterbury Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár. Þetta var þann 17. febrúar síðastliðinn. Maðurinn er 32 ára gamall og var um þrjátíu kíló að þyngd þegar hann fannst. Stjúpmóðir hans hafði haldið honum í herberginu litla frá því hann var um ellefu ára gamall. Í tilkynningu frá lögreglunni er haft eftir manninum að hann hafi kveikt eldinn sjálfur, með því markmiði að verða bjargað úr herberginu. „Ég vildi frelsi,“ sagði hann á meðan hann hóstaði vegna reykeitrunar. Kimberly Sullivan er 58 ára gömul.AP/Lögreglan í Waterbury Í tilkynningunni er haft eftir Fernando Spagnolo, yfirmanni lögreglunnar í Waterbury, bænum þar sem konan býr, að þjáningar mannsins á undanförnum tuttugu árum séu ólýsanlegar. Hin 58 ára gamla Kimberly Sullivan var þó ekki handtekinn fyrr en í gær og var sömuleiðis úrskurðuð í gæsluvarðhald. Hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir árás, mannrán og frelsissviptingu. Lögreglan segir að maðurinn hafi ekki fengið nægilega fæðu og hafi ekki fengið nokkra heilbrigðisþjónustu eða tannlæknaþjónustu í þessa tvo áratugi sem honum var haldið föngnum. New York Times segir lögmann Sullivan ekki hafa svarað fyrirspurnum miðilsins en vísar þó í viðtal sem hann fór í en þar staðhæfði lögmaðurinn að hún hefði ekki haldið stjúpsyni sínum föngnum. „Þetta er engan veginn satt. Hann var ekki læstur inn í herberginu. Hún hélt honum ekki á nokkurn hátt. Hún fæddi hann og veitti honum skjól,“ sagði Ioannis Kaloidis og ítrekaði hann að ásakanirnar hefðu komið Sullivan í opna skjöldu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þetta var þann 17. febrúar síðastliðinn. Maðurinn er 32 ára gamall og var um þrjátíu kíló að þyngd þegar hann fannst. Stjúpmóðir hans hafði haldið honum í herberginu litla frá því hann var um ellefu ára gamall. Í tilkynningu frá lögreglunni er haft eftir manninum að hann hafi kveikt eldinn sjálfur, með því markmiði að verða bjargað úr herberginu. „Ég vildi frelsi,“ sagði hann á meðan hann hóstaði vegna reykeitrunar. Kimberly Sullivan er 58 ára gömul.AP/Lögreglan í Waterbury Í tilkynningunni er haft eftir Fernando Spagnolo, yfirmanni lögreglunnar í Waterbury, bænum þar sem konan býr, að þjáningar mannsins á undanförnum tuttugu árum séu ólýsanlegar. Hin 58 ára gamla Kimberly Sullivan var þó ekki handtekinn fyrr en í gær og var sömuleiðis úrskurðuð í gæsluvarðhald. Hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir árás, mannrán og frelsissviptingu. Lögreglan segir að maðurinn hafi ekki fengið nægilega fæðu og hafi ekki fengið nokkra heilbrigðisþjónustu eða tannlæknaþjónustu í þessa tvo áratugi sem honum var haldið föngnum. New York Times segir lögmann Sullivan ekki hafa svarað fyrirspurnum miðilsins en vísar þó í viðtal sem hann fór í en þar staðhæfði lögmaðurinn að hún hefði ekki haldið stjúpsyni sínum föngnum. „Þetta er engan veginn satt. Hann var ekki læstur inn í herberginu. Hún hélt honum ekki á nokkurn hátt. Hún fæddi hann og veitti honum skjól,“ sagði Ioannis Kaloidis og ítrekaði hann að ásakanirnar hefðu komið Sullivan í opna skjöldu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira