Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 22:08 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Samsett Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu. Sýndarverslun er það sem Neytendasamtökin kalla það þegar einstaklingur kemur upp sölusíðu sem er í raun ekki nema milliliður. Rekstaraðili síðunnar tekur á móti pöntun, yfirleitt á uppsprengdu verði, og vísar henni svo til einhvers framleiðanda í Asíu, oft í Kína, sem kemur svo vörunni til skila. Hann tekur því í raun enga áhættu og veitir enga þjónustu aðra en áframsendingu. „Við höfum verið að fá til dæmis mál, í tveimur tilfellum vildi fólk skipta í aðra stærð af því að stærðirnar eru mjög litlar og augljóslega ekki fyrir evrópskan markað. Og svörin sem koma eru bara eitthvað vont Google Translate og oft einhver vitleysa. Fólki er boðið einhver afsláttur af næstu vörukaupum en réttur neytenda er mjög skýr. Þegar þú kaupir á netinu þá áttu rétt á að skila vöru eins og fatnaði án þess að útskýra það neitt frekar,“ segir Brynhildur sem ræddi sýndarverslanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Missannfærandi íslenskt dulargervi Brynhildur segir þessar verslanir oft dulbúa sig sem íslenskar sölusíður með missannfærandi hætti en hafa í raun enga tengingu við Ísland. Hún tekur sérstaklega fram tvær síður sem hún varar við, fylgihlutir-danmork.com og reykjaviktiska.com. Sú fyrrnefnda hefur í raun enga tengingu við Danmörku og vísar í skilmálum sínum til filippískra laga. Á báðum síðum er aðeins gefið upp netfang og enginn sími eða aðsetur. „Í rauninni situr fólk bara uppi með vöru sem það getur ekki notað og ekki skilað,“ segir hún. Hollensk verslun reyndist starfrækt úr Hong Kong Hún segir sýndarverslanir vera vaxandi vandamál um alla Evrópu. Austurrísk neytendasamtök hafi til að mynda reynt að fara í mál við sýndarverslun sem gaf sig út fyrir að vera með aðsetur í Hollandi en reyndist vera rekinn af einstaklingi búsettum í Hong Kong. Oft sé meint aðsetur ekki meira en pósthólf sem hundruðir slíkra sýndarverslana eru með skráð aðsetur. „Það er virkilega ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega. Þetta eru oft verslanir sem dúkka upp til dæmis á Facebook. Það er ekkert mikið mál að rigga upp flottri heimasíðu og verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir Brynhildur. „Þú verður í rauninni að leita að því hvort það séu upplýsingar eins og símanúmer, aðsetur, hvað segja aðrir á netinu. Ef allt er á afslætti þá er það mjög dularfullt. Ef allir er að gefa fimm stjörnur og góð mðmæli þá er það meira og minna bara einhver vitleysa,“ segir hún og brýnir það fyrir íslenskum neytendum að hafa varann á. Neytendur Verslun Tækni Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Sýndarverslun er það sem Neytendasamtökin kalla það þegar einstaklingur kemur upp sölusíðu sem er í raun ekki nema milliliður. Rekstaraðili síðunnar tekur á móti pöntun, yfirleitt á uppsprengdu verði, og vísar henni svo til einhvers framleiðanda í Asíu, oft í Kína, sem kemur svo vörunni til skila. Hann tekur því í raun enga áhættu og veitir enga þjónustu aðra en áframsendingu. „Við höfum verið að fá til dæmis mál, í tveimur tilfellum vildi fólk skipta í aðra stærð af því að stærðirnar eru mjög litlar og augljóslega ekki fyrir evrópskan markað. Og svörin sem koma eru bara eitthvað vont Google Translate og oft einhver vitleysa. Fólki er boðið einhver afsláttur af næstu vörukaupum en réttur neytenda er mjög skýr. Þegar þú kaupir á netinu þá áttu rétt á að skila vöru eins og fatnaði án þess að útskýra það neitt frekar,“ segir Brynhildur sem ræddi sýndarverslanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Missannfærandi íslenskt dulargervi Brynhildur segir þessar verslanir oft dulbúa sig sem íslenskar sölusíður með missannfærandi hætti en hafa í raun enga tengingu við Ísland. Hún tekur sérstaklega fram tvær síður sem hún varar við, fylgihlutir-danmork.com og reykjaviktiska.com. Sú fyrrnefnda hefur í raun enga tengingu við Danmörku og vísar í skilmálum sínum til filippískra laga. Á báðum síðum er aðeins gefið upp netfang og enginn sími eða aðsetur. „Í rauninni situr fólk bara uppi með vöru sem það getur ekki notað og ekki skilað,“ segir hún. Hollensk verslun reyndist starfrækt úr Hong Kong Hún segir sýndarverslanir vera vaxandi vandamál um alla Evrópu. Austurrísk neytendasamtök hafi til að mynda reynt að fara í mál við sýndarverslun sem gaf sig út fyrir að vera með aðsetur í Hollandi en reyndist vera rekinn af einstaklingi búsettum í Hong Kong. Oft sé meint aðsetur ekki meira en pósthólf sem hundruðir slíkra sýndarverslana eru með skráð aðsetur. „Það er virkilega ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega. Þetta eru oft verslanir sem dúkka upp til dæmis á Facebook. Það er ekkert mikið mál að rigga upp flottri heimasíðu og verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir Brynhildur. „Þú verður í rauninni að leita að því hvort það séu upplýsingar eins og símanúmer, aðsetur, hvað segja aðrir á netinu. Ef allt er á afslætti þá er það mjög dularfullt. Ef allir er að gefa fimm stjörnur og góð mðmæli þá er það meira og minna bara einhver vitleysa,“ segir hún og brýnir það fyrir íslenskum neytendum að hafa varann á.
Neytendur Verslun Tækni Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira