Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Hilmarsson skrifa 14. mars 2025 07:03 Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Viggó Ólafsson Háskólar Námslán Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslandser fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða. Allt að 61% dýrari námslán en í gamla kerfinu Núverandi námslánakerfi skapar kerfisbundinn ójöfnuð milli kynslóðanna. Þau sem tóku lán fyrir 2020 greiða nú 0,4% raunvexti af sínum lánum, á meðan þau sem tóku lán eftir 2020 greiða tífalt hærri raunvexti eða 4%, samkvæmt núverandi vaxtatöflu. Þótt ungt fólk í dag geti fengið 30% niðurfellingu á höfuðstól lána við útskrift, ef útskrifast er á réttum tíma, nægir hún ekki til að að jafna stöðuna milli kynslóða. Ef fólk hlýtur 30% niðurfellingu verður heildargreiðsla námslána yfir starfsævina 13% hærri en hún væri undir skilmálum gamla kerfisins. Fyrir þau sem ekki útskrifast á réttum tíma er staðan mun verri – þau geta búist við að greiða 61% meira af námsláni yfir starfsævina en undir skilmálum gamla kerfisins. Er hér miðað við núverandi skilmála lána, 3% verðbólgu á endurgreiðslutíma og verðtryggð lán í öllum tilfellum. 25% niðurfelling eftir hverja önn og 15% við námslok - eins og í Noregi Viska og SHÍ fagna því að heimila eigi niðurfellingu höfuðstóls eftir hverja önn, en leggja til að hún verði hækkuð í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok, eins og í Noregi. Með því myndi greiðslubyrði námslána jafnast milli gamla og nýja kerfisins og milli kynslóðanna. Hins vegar myndi það fyrst og fremst gagnast þeim sem ljúka námi á réttum tíma. Þau sem dragast aftur úr myndu áfram sitja uppi með mun hærri skuldabyrði en foreldrar þeirra. Hvaða einstæða foreldri getur lifað á 329 þúsund krónum á mánuði? Námslánakerfið er ekki aðeins óhagstætt með tilliti til endurgreiðslu yfir starfsævina, heldur endurspegla lánin engan veginn framfærslukostnað á tíma náms. Til dæmis eru ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris í leiguhúsnæði um 329.000 krónur á mánuði að teknu tilliti til reiknaðrar framfærslu skv. reglum lána sem og húsaleigubóta. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstætt foreldri, til viðbótar við líklegt leiguverð er 483.000 krónur á mánuði. Þetta er 47% hærri upphæð en námslánakerfið gerir ráð fyrir. Er furða að íslenskir námsmenn setji Evrópumet í atvinnuþátttöku? Sköpum námslánakerfi sem vinnur með ungu fólki – ekki gegn því Stjórnvöld standa frammi fyrir skýru vali: Halda áfram að skuldsetja ungt fólk og takmarka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra eða gera róttækar breytingar á kerfinu. Hækka þarf niðurfellingu námslána í 25% eftir hverja önn og 15% við námslok til að jafna stöðu kynslóðanna. Tryggja þarf námsmönnum mannsæmandi framfærslu á tíma náms. Að lokum þarf að nýta vannýtt úrræði í kerfinu. Meðal þeirra er heimild til að veita ívilnanir við endurgreiðslu námslána - fyrir starfsstéttir þar sem skortur er á fagfólki. Þessar ívilnanir hafa verið illa nýttar, en með þeim mætti styðja við lykilstéttir sem skortur er á, og efla brothættar byggðir. Slíkt hugrekki af hálfu stjórnvalda myndi ekki aðeins hjálpa ungu fólki heldur hagkerfinu í heild sinni. Það er kominn tími til að stjórnvöld séu hugrökk og taki vanda námslánakerfisins alvarlega. Kerfið þarf að vinna með ungu fólki, ekki gegn því. Vilhjálmur er hagfræðingur Visku stéttarfélags og Júlíus er Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun