Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 11:45 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Samsett Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn. Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn.
Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira