Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 12:36 Mótmælin í Dhaka fóru friðsamlega fram en í Magura kveiktu mótmælendur í húsinu þar sem nauðgunin átti sér stað. AP/Mahmud Hossin Opu Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir. Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir.
Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira