Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 14. mars 2025 13:03 Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómstólar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun