Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 15:19 Frá leik í Bestu deild karla Vísir/Diego Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum. „Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá. Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
„Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki