Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 15:45 Ingibjörg og svo þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum. Ingibjörg er afar ósátt við bókun meirihlutans í Reykjavík, svo ekki sé meira sagt. vísir/vilhelm Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. „Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“ Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
„Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46
Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent