Innlent

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur.
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur.

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Egill Heiðar hefur verið leik­hús­stjóri í Håloga­land leik­hús­inu í Trömsø í Nor­egi. Þar áður leikstýrði hann sýningum á borð við They cal­led her Nico í Volks­bühne í Berlín, Fanný og Al­ex­and­er í Borg­ar­leik­hús­inu í Ála­borg og De befriede í Oster­bro tea­ter í Kaup­manna­höfn.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu

Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir hef­ur sagt starfi sínu sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins lausu frá og með 31. mars næst­kom­andi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×