Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 19:49 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segir að gera þurfi gangskör í málefnum barna með fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira