Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 12:17 Rababaravalkyrjurnar á Blönduósi, sem standa fyrir stofnfundinum í dag. Þetta eru þær frá vinstri, Björk Bjarnadóttir, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Katrín Sif Rúnarsdóttir og Iðunn Vignisdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira