„Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Hinrik Wöhler skrifar 15. mars 2025 18:26 Snorri Steinn Guðjónsson getur leyft sér að fagna sæti á lokamóti EM eftir stórsigur á Grikkjum í dag. Vísir/Anton Brink Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21. Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Snorri Steinn var ánægður með einbeitinguna í liðinu en sér þó ávallt tækifæri til bætingar. „Ég er mjög sáttur og ánægður með strákana. Það var mikil einbeiting og kraftur í þeim, sérstaklega í byrjun og fyrri hálfleikur var góður. Ef ég ætla að vera aðeins frekur þá hefðum við getað verið meira yfir í hálfleik og nýtt færin aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn skömmu eftir leik. „Við gáfum þeim nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik en heilt yfir góð frammistaða og fagmannlega gert hjá mínu liði,“ bætti þjálfarinn við. Ísland lék á móti gríska liðinu úti í Grikklandi á miðvikudaginn síðasta og það var fátt sem kom óvart í leik þeirra í dag. Eins og Snorri kemur inn á þá var gangurinn í leikjunum svipaður og enduðu þeir báðir með stórsigri Íslands. „Einhverjar mannabreytingar hjá þeim og eitthvað sem við vissum alveg fyrir leikinn. Mér fannst við gera hlutina betur heldur en í fyrri leiknum þannig leikirnir voru kannski keimlíkir og báðir þessir leikir, þannig lagað, búnir í hálfleik,“ sagði Snorri þegar hann spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í leik gríska liðsins. Næsti landsliðshópur gæti orðið hausverkur fyrir Snorra Íslenska liðið lék án margra leikmanna í þessu landsliðsverkefni og nýttu margir leikmenn þennan glugga til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Snorri segir að valið verði flókið þegar leikmenn koma af meiðslalistanum. Margir leikmenn gripu tækifærið í fjarveru lykilleikmanna og sýndu hvað í þeim býr.Vísir/Anton Brink „Engin spurning, þetta var góður gluggi fyrir marga. Til þess er þetta nú, að fá tækifæri og þú þarft að nýta það. Það voru margir sem stimpluðu sig inn og það er mjög ánægjulegt. Ef við verðum alla okkar handboltamenn heila þegar að því kemur að velja næsta hóp eða lokamót þá er það bara hausverkur sem ég þarf að glíma við,“ sagði Snorri að lokum. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á lokamóti EM sem fer fram í janúar á næsta ári en næstu leikir landsliðsins eru á móti Georgíu og Bosníu í byrjun maí.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira