Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:40 Íslensku strákarnir fagna hér sætinu á EM eftir sannfærandi sigur í Laugardalshöllinni í gær. Vísir/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu í byrjun næsta árs og varð um leið aðeins fimmta þjóðin sem gulltryggir farseðil sinn á EM 2026. Danir, Norðmenn og Svíar halda mótið og komust því þangað um leið og þeir voru útnefndir gestgjafar 20. nóvember 2021 og Frakkar tryggðu sér sætið þegar þeir urðu Evrópumeistarar 26. janúar 2024. Ísland er aftur á móti fyrsta þjóðin sem kemst á mótið í gegnum undankeppnina enda eru nóg af leikjum eftir þar. Íslenska liðið er með fullt hús eftir fjóra leiki og sex stiga forskot á næsta lið í riðlinum. Íslenska liðið er komið alla leið á mótið þrátt fyrir að það séu enn 306 dagar í mótið og tveir leikir eftir í undankeppninni. Liðið kláraði dæmið 15. mars 2025 en fyrsti leikur Evrópumótsins fer fram 15. janúar 2026. Íslenska liðið verður því með á fjórtánda Evrópumótinu í röð en strákarnir okkar hafa bara einu sinni áður tryggt sér farseðilinn fyrr. Það kom af góðu og vegna frábærs árangurs liðsins á EM í Svíþjóð 2002. Með því að komast í undanúrslit á Evrópumótinu fyrir rúmum 23 árum þá var farseðillinn tryggður á mótið tveimur árum seinna. Ísland komst því á EM 2004 721 degi fyrir fyrsta leik mótsins eða 31. janúar 2022 en EM í Slóveníu hófst síðan 22. janúar 2004. Gamla metið í undankeppninni var fyrir EM 2014 þegar íslenska liðið tryggði sig inn 7. apríl 2013 eða 280 dögum fyrir fyrsta leik. Þá unnu íslensku strákarnir Slóvena í annað skiptið á fjórum dögum og voru þá komnir á EM. Ísland snemma inn á Evrópumótið: 31. janúar 2002 (EM 2004) - 721 dagur 15. mars 2025 (EM 2026) - 306 dagar 7. apríl 2013 (EM 2014) - 280 dagar 29. apríl 2021 (EM 2022) - 260 dagar 27. apríl 2023 (EM 2024) - 259 dagar EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Danir, Norðmenn og Svíar halda mótið og komust því þangað um leið og þeir voru útnefndir gestgjafar 20. nóvember 2021 og Frakkar tryggðu sér sætið þegar þeir urðu Evrópumeistarar 26. janúar 2024. Ísland er aftur á móti fyrsta þjóðin sem kemst á mótið í gegnum undankeppnina enda eru nóg af leikjum eftir þar. Íslenska liðið er með fullt hús eftir fjóra leiki og sex stiga forskot á næsta lið í riðlinum. Íslenska liðið er komið alla leið á mótið þrátt fyrir að það séu enn 306 dagar í mótið og tveir leikir eftir í undankeppninni. Liðið kláraði dæmið 15. mars 2025 en fyrsti leikur Evrópumótsins fer fram 15. janúar 2026. Íslenska liðið verður því með á fjórtánda Evrópumótinu í röð en strákarnir okkar hafa bara einu sinni áður tryggt sér farseðilinn fyrr. Það kom af góðu og vegna frábærs árangurs liðsins á EM í Svíþjóð 2002. Með því að komast í undanúrslit á Evrópumótinu fyrir rúmum 23 árum þá var farseðillinn tryggður á mótið tveimur árum seinna. Ísland komst því á EM 2004 721 degi fyrir fyrsta leik mótsins eða 31. janúar 2022 en EM í Slóveníu hófst síðan 22. janúar 2004. Gamla metið í undankeppninni var fyrir EM 2014 þegar íslenska liðið tryggði sig inn 7. apríl 2013 eða 280 dögum fyrir fyrsta leik. Þá unnu íslensku strákarnir Slóvena í annað skiptið á fjórum dögum og voru þá komnir á EM. Ísland snemma inn á Evrópumótið: 31. janúar 2002 (EM 2004) - 721 dagur 15. mars 2025 (EM 2026) - 306 dagar 7. apríl 2013 (EM 2014) - 280 dagar 29. apríl 2021 (EM 2022) - 260 dagar 27. apríl 2023 (EM 2024) - 259 dagar
Ísland snemma inn á Evrópumótið: 31. janúar 2002 (EM 2004) - 721 dagur 15. mars 2025 (EM 2026) - 306 dagar 7. apríl 2013 (EM 2014) - 280 dagar 29. apríl 2021 (EM 2022) - 260 dagar 27. apríl 2023 (EM 2024) - 259 dagar
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita