„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 13:20 Birna Hafstein formaður FÍL segir samningsvilja leikfélagsins engan. Vísir Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. Boðað hefur verið til verkfalla, sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Aðgerðirnar munu hafa mest áhrif á sýningu um líf og störf Ladda. Síðasti formlegi fundur FÍL og samninganefndar SA, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, var 5. mars þegar samninganefnd FÍL gekk út af fundinum. Óbærileg staða fyrir leikara Birna Hafstein, formaður FÍL, segir í samtali við fréttastofu að FÍL hafi lagt fram tillögu á föstudag en samninganefnd SA hafnað henni í gær. Ekkert móttilboð hafi borist. „Við gerðum Borgarleikhúsinu nýtt tilboð á föstudag til að reyna að afstýra verkföllum. Því var hafnað í gær og þau sjá ekki ástæðu til að gera móttilboð. Þau sýna engan vilja í verki. Engan,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna algerlega óbærilega fyrir leikara. „Að mínu mati hefur stjórn Borgarleikhússins fullkomlega brugðist sínu hlutverki og brugðist þessum hópi. Við gerum ekki annað en að reyna að liðka fyrir og halda samtalinu opnu, gera tilboð. Því er öllu hafnað. Það kemur aldrei neitt á móti. Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist sínu hlutverki og þessum hópi.“ Alltaf bjartsýnn Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. „Það er voða erfitt að finna einhverja miðlun þegar bilið er svona breytt. Ég hef beðið færis og reynt að ná aðilum nær hvor öðrum. Það hefur ekki gengið ennþá. En við erum alltaf bjartsýn.“ Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Boðað hefur verið til verkfalla, sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Aðgerðirnar munu hafa mest áhrif á sýningu um líf og störf Ladda. Síðasti formlegi fundur FÍL og samninganefndar SA, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, var 5. mars þegar samninganefnd FÍL gekk út af fundinum. Óbærileg staða fyrir leikara Birna Hafstein, formaður FÍL, segir í samtali við fréttastofu að FÍL hafi lagt fram tillögu á föstudag en samninganefnd SA hafnað henni í gær. Ekkert móttilboð hafi borist. „Við gerðum Borgarleikhúsinu nýtt tilboð á föstudag til að reyna að afstýra verkföllum. Því var hafnað í gær og þau sjá ekki ástæðu til að gera móttilboð. Þau sýna engan vilja í verki. Engan,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna algerlega óbærilega fyrir leikara. „Að mínu mati hefur stjórn Borgarleikhússins fullkomlega brugðist sínu hlutverki og brugðist þessum hópi. Við gerum ekki annað en að reyna að liðka fyrir og halda samtalinu opnu, gera tilboð. Því er öllu hafnað. Það kemur aldrei neitt á móti. Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist sínu hlutverki og þessum hópi.“ Alltaf bjartsýnn Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. „Það er voða erfitt að finna einhverja miðlun þegar bilið er svona breytt. Ég hef beðið færis og reynt að ná aðilum nær hvor öðrum. Það hefur ekki gengið ennþá. En við erum alltaf bjartsýn.“
Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50