Fullorðnir menn grétu á Ölveri Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 08:00 Stuðningsmenn Newcastle gátu fagnað vel á Ölveri á sunnudaginn var. Mynd/Newcastle klúbburinn á Íslandi Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík. Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira