Rætt verður við eldfjallafræðing í beinni útsendingu um stöðuna á Reykjanesskaga, þar sem kvikuhólf undir Svartsengi virðist við það að fyllast og margir vísindamenn spá eldgosi á allra næstu dögum.
Við heyrum frá formanni Eflingar, sem leitaði ásamt ASÍ og SGS til Samkeppniseftirlitsins vegna meints verðsamráðs stéttarfélagsins Virðingar og Samta fyrirtækja á veitingamarkaði. Formaðurinn Sólveig Anna segir um eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar.
Þá fjöllum við um dag heilags Patreks sem haldinn er hátíðlegur á Írlandi í dag, en það eru fleiri sem taka þátt í gleðinni á sinn eigin hátt, meðal annars Íslendingar. Við kynnum okkur málið í beinni útsendingu.
Í sportpakkanum verður rætt við nýjan formann Körfuknattleikssambands Íslands og fjallað um sögulegan sigur í enska boltanum í gær.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: