Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 18:49 Logi Már Einarsson menningarráðherra segir ekki standa til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslenskuna. Vísir/Samsett Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum. Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum.
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira