Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. mars 2025 09:01 Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kjaramál Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun