„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Iga Swiatek hefur unnið fimm risamót á ferlinum, þar af Opna franska meistaramótið fimm sinnum. getty/CLIVE BRUNSKILL Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk. Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi. Tennis Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Körfubolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Bronny stigahæstur hjá Lakers Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Gunnar náði vigt og er klár í bardagann LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Sjáðu níu pílna leik Littlers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Alveg hættur í fýlu við Heimi „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sjá meira
Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi.
Tennis Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Körfubolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Bronny stigahæstur hjá Lakers Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Gunnar náði vigt og er klár í bardagann LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Sjáðu níu pílna leik Littlers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Alveg hættur í fýlu við Heimi „Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sjá meira