Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 18. mars 2025 17:31 Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar