Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 18. mars 2025 17:31 Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun