Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2025 23:31 Götur eru tómar frá miðnætti í síðasta lagi til klukkan fimm alla morgna á meðan útgöngubann er í gildi. Vísir/Elín Margrét Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira