Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Árni Sæberg skrifar 19. mars 2025 13:43 Verslunarstjóri Melabúðarinnar vísar gagnrýni ASÍ á bug. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði. Í morgun barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá verðlagseftirliti ASÍ þess efnis að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, hefur nú svarað ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu. „Melabúðin er sérverslun með sælkeravörur og hefur í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja.“ Eftirlitið teikni upp skakka mynd Í yfirlýsingunni segir að Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin sé á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina. Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta séu í forgrunni og geri Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða bjóði upp á dagvörur sem spari fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin. „Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið.“ Vegi að hagsmunum starfsfólks og viðskiptavina Rétt sé að taka fram að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi ríkt gagnkvæmur skilningur. Þessi háttur sé þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósi að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telji mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. „Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“ Stjórnendur og starfsfólk Melabúðarinnar sé gríðarlega þakklátt viðskiptavinum fyrir traustið og stuðninginn í gegnum tíðina og muni halda áfram að leggja áherslu á gæði, góða þjónustu og þá einstöku stemningu sem hafi laðað að sér trygga viðskiptavini í áraraðir. Verðlag Reykjavík Verslun Neytendur ASÍ Matvöruverslun Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í morgun barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá verðlagseftirliti ASÍ þess efnis að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, hefur nú svarað ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu. „Melabúðin er sérverslun með sælkeravörur og hefur í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja.“ Eftirlitið teikni upp skakka mynd Í yfirlýsingunni segir að Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin sé á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina. Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta séu í forgrunni og geri Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða bjóði upp á dagvörur sem spari fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin. „Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið.“ Vegi að hagsmunum starfsfólks og viðskiptavina Rétt sé að taka fram að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi ríkt gagnkvæmur skilningur. Þessi háttur sé þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósi að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telji mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. „Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“ Stjórnendur og starfsfólk Melabúðarinnar sé gríðarlega þakklátt viðskiptavinum fyrir traustið og stuðninginn í gegnum tíðina og muni halda áfram að leggja áherslu á gæði, góða þjónustu og þá einstöku stemningu sem hafi laðað að sér trygga viðskiptavini í áraraðir.
Verðlag Reykjavík Verslun Neytendur ASÍ Matvöruverslun Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira