Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa virkað vel og býður aftur upp á flatkökur á fundum Peningastefnunefndar. Vísir Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki. Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki.
Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira