Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 20:30 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/arnar Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu. Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira