Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 21. mars 2025 09:31 Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Mannanöfn Alþingi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar