Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 21. mars 2025 11:33 Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun