Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 13:37 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira