Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 13:37 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent