Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 13:00 Hermenn fyrir utan forsetahöllina í Khartoum. AP/Her Súdan Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu. Súdan Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu.
Súdan Hernaður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira