Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2025 14:04 Að sjálfssögðu mætti eiginmaður Höllu, Björn Skúlason með henni á Búnaðarþingið en þau eru hér með framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Margréti Ágústu Sigurðardóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira