Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 08:37 Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu tvo menn sem höfðu fest vélsleða sína skammt frá fjallinu Klakka. Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira