Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 14:21 Frans páfi við glugga Gemelli-sjúkrahússins í Róm áður en hann sneri heim í Páfagarð á sunnudaginn. AP/Riccardo De Luca Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn. Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti. Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti.
Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24
Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35