Vill fartölvu í fangelsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 22:17 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira
Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira