Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa 26. mars 2025 07:32 Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Bryndís Haraldsdóttir Diljá Mist Einarsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun