Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 00:05 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36