Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 07:29 Jakob Ingebrigtsen í dómsal í Sandnes í gær. epa/Lise Aserud Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira