Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 17:08 Þessi blettur við Sæbrautina sást vel í dag. Undarleg sjón blasti við mörgum í sjónum úti af Sæbraut í dag. Brúnir blettir úti á hafi, nokkuð reglulegir í laginu, hafa eflaust vakið furðu einhverra sem sáu þá. Upplýsingafulltrúi Veitna segir hann þó eiga sér alvanalegar skýringar. „Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið. Reykjavík Skólp Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið.
Reykjavík Skólp Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira