Innherji

Krónan styrkist hratt eftir að líf­eyris­sjóðir og spá­kaup­menn drógu sig í hlé

Hörður Ægisson skrifar
Krónan styrkist um meira en hálft prósent gagnvart helstu myntum í dag og er núna meðal annars komin í sitt sterkasta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023.
Krónan styrkist um meira en hálft prósent gagnvart helstu myntum í dag og er núna meðal annars komin í sitt sterkasta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023. Unsplash/Lena Balk

Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum.


Tengdar fréttir

Ekki meira inn­streymi í ríkis­bréf í eitt ár með auknum kaupum er­lendra sjóða

Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi.

Yfir fimmtíu milljarða evru­greiðsla ætti að létta á gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða

Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði.

Óvænt gengis­styrking þegar líf­eyris­sjóðir fóru að draga úr gjald­eyris­kaupum

Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×