Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar 27. mars 2025 09:30 Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun