Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2025 12:33 Arnór tók lífið í gegn eftir áfallið. Kaflaskil urðu í lífi Arnórs Sveinssonar fyrir um fimmtán árum þegar að hann missti náinn frænda sinn í djammferð áhafnar sem þeir tilheyrðu báðir. Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson) Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson)
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira