Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 27. mars 2025 13:02 Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun