Nýja treyjan er framleidd af Macron og er hönnuð af Ólafi Þór Kristinssyni og Jóni Kára Eldon.
„Treyja KR í ár sækir innblástur sinn til ársins 1999 — eins sigursælasta tímabils í sögu félagsins, þegar bæði karla- og kvennalið KR urðu tvöfaldir meistarar. Smáatriðin í treyjunni vísa til gullaldartímans og sögu KR þar sem nútímalegur blær og klassík mætast í fullkomnu jafnvægi,“ segir í yfirlýsingu KR.
Myndskeið þar sem treyjan er kynnt til leiks má sjá í spilaranum að neðan. Þar kemur fyrirliði karlaliðs KR frá 1999, Þormóður Egilsson, við sögu.
Nýja Macron treyja KR í ár sækir innblástur sinn til ársins 1999 — eins sigursælasta tímabils í sögu félagsins, þegar bæði karla- og kvennalið KR urðu tvöfaldir meistarar.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 27, 2025
Forsala á nýju KR-treyjunni er hafin: https://t.co/4GJbHwJvEW pic.twitter.com/uTCWmfGs2E
KR leikur í Bestu deild karla í sumar og Lengjudeild kvenna. Keppni í Bestu deildinni hefst um þarnæstu helgi, en KR mætir KA á Akureyri í fyrsta leik. Í þeim leik verður nýja treyjan vígð.
KR mætir Víkingi í Víkinni annað kvöld, klukkan 19:00 í úrslitaleik Bose-bikarsins. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
